Verkefni
Commune sense- Hreyfing og leikir til að brjóta upp kennslu
„Commune sense“ er samstarfsverkefni Dansgarðsins með menntastofnun í Varsjá: LXIX lyceum, Art 2 Buisness og Warsaw Film school er styrkt af EEA Iceland, Liechtenstein & Norway Grants. Dansgarðurinn hélt tvær vinnustofur þar sem pólskt og íslenskt ungt fólk æfðu saman verk eftir danshöfundana Eydís Rose Vilmundardóttir og Dominika Stróżewska. Verkið var frumsýnt í Varsjá júni 2023.
Í „Commune sense“ var einnig unnið að röð æfinga og leikja sem koma frá sviðslistarkennsluaðferðum og geta verið notuð í reglulegri grunnskólakennslu. Kennslu pakkan inniheldur stutt myndbönd þar sem kennarar og nemendur geta kynnt sér æfingar og prufað þær sjálf í kennslustofunni, í göngutúr eða úti á skólalóðinni.
Kennslupakkinn „Commune sense“ er á ensku og er aðgengilegur hér. Hægt er að bóka fræðslu fyrir grunnskólakennara með því að senda póst á dansgardurinn@gmail.com.
Dans fyrir alla
í leikskólum
Dansgarðurinn býður upp á skapandi og skemmtilegar danssmiðjur fyrir leikskólabörn.
Kennslustundin hefur sérstakt dansþema (þyngd, hraða, stefnu, líkamshluta), er 30 - 60 mín og skiptist í fimm hluta (upphitun, könnun á þema, tækni, sköpun, slökun). Það eru tveir danskennarar í hverri kennslustund og kennsluáætlunin eru unnin af Guðrúnu Óskarsdóttur en hún byggir tímana á hugmyndafræði Anne Green Gilbert sem hefur verið áhrifavaldur í danskennslu í skólum í Bandaríkjunum. Dans er einstök tjáning og hefur m.a. jákvæð áhrif á hreyfifærni, félagsfærni, tilfinningaþroska, sköpun, máltöku og byggir upp sjálfstraust.
Veturinn 2017-2018 bauð Dans fyrir alla upp á danskennslu í fjórum leikskólum í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Fyrir frekari upplýsingar um danskennslu í leikskóla, endilega hafið samband: dansgardurinn@gmail.com
Dans fyrir alla
viðburðir
Dans fyrir alla stendur einnig að dansviðburðum þar sem áhersla er lögð á að kynna dans fyrir almenningi og gefa ungum dansara athygli og pláss til að sýna. Haustið 2019 hélt Dans fyrir alla hátíðina Mjóddamamma þar sem dansinn yfirtók verslunarmiðstöðina í nokkrar klukkustundir. Vegfarendur á leiðinni í Nettó gátu þá tekið nokkur dansspor eða horft á dansstuttmyndir með croissant og kaffi frá bakaríinu í hendi.
Dans fyrir alla tók einnig þátt í dansdagskrá Banamenningarhátíðar í Reykjavík þar sem fjölskyldum var boðið upp á að taka þátt í snerti-spuna, skapandi dansnámskeiði, horfa á dansbrot eftir unga dansara, dansstuttmyndir og taka nokkur spor í Danceoke.
Dans fyrir alla
í grunnskólum
Dans fyrir alla bíður upp á danskennslu og dansfræðslu í grunnskólum. Fræðsluverkefnið okkar hefur þróast með árunum og hafa skólar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni tekið þátt í því og einnig hafa nemendur komið í heimsókn til okkar í dansstúdíóið á Grensásvegi. Áherslan er á skapandi aðferðir og að nemendur rannsaki dansformið frá eigin sjónarhorni og fái að vera virkir og meðvitaðir þátttakendur í þróun listformsins.
Fyrir 2025 hefur Dans fyrir alla hlotið styrk frá Barnamenningarsjóði til að halda fræðslu fyrir 5. og 6. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Félag Íslenskra Listdansara. Nemendum verður boðið upp á tveggja daga dansdagskrá, einn morgunn í dansstúdíói, þar sem þau fá dans og danssmíði kennslu, og einn fræðslutíma um sviðslistir í skólanum. Skráning fyrir fræðsludagana er hafin og má skrá sig hér. Hægt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið á dansgardurinn@gmail.com.
Dans fyrir alla
með hælisleitendum
Dansgarðurinn hefur boðið upp á námskeið fyrir hælisleitendur í samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þjónustuteymi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Tvö námskeið hafa verið haldin og áhersla lögð á jákvæð áhrif hreyfingarinnar og að njóta þess að vera og dansa saman. Í öðrum námskeiðum, sköpuðu þátttakendurnir dansstuttmynd sem var sýnd á Listahátíð í Reykjavík og verður sýnd á RÚV næsta vetur.
Dans fyrir alla
námskeið fyrir börn með fötlun
Vorið 2024 mun Dansgarðurinn - Dans fyrir alla bjóða upp á 8 vikna námskeið í skapandi dansi fyrir börn með fötlun.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í dansi á aldrinum 6 - 12 ára en við tökum einnig á móti eldri börnum.
Með dansi og hreyfingu könnum við möguleika hvers og eins og leggjum áherslu á að skapa öruggt rými sem leyfir okkur að uppgötva nýja hæfileika og treysta á hæfni okkar.
Við leikum okkur með hreyfingu og tónlist.
Þannig þróum við líkamstjáninguna, auðgum færni,
eflum jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu
og rýmisgreind.
Við vinnum einnig með samskipti, tjáningu
og samvinnu milli hvers og eins ásamt hópsins í heild.
Við þróum leiki og æfingar sem aðlagast hverjum og einum og vinnum í samvinnu við hvert barn að því að finna nýjar leiðir til að hreyfa sig og njóta hreyfingar.
Námskeiðstími: Laugardagar 11:15 - 12:45 frá 13. Janúar - 9. Mars.
Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47. Salur 1.
Það er gott aðgengi á Dansverkstæðinu.
Skráning í gegnum Sportabler - https://www.abler.io/shop/klassiski/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjU0ODg=
Verð: 20.000,-
Kennari námskeiðs: Juliette Louste
Aðstoðarkennari: Cristina Aqueda