
Námskeið
Strákatímar
Eiðistorgi og Grensásvegi
Boðið er upp á tvö námskeið; Ballett fyrir stráka á Grensásvegi og Nútímadans/Breakdans fyrir stráka á Eiðistorgi.
Markmið með tímunum er að hvetja stráka áfram í dansi með því að gefa þeim stuðning frá öðrum strákum sem eru að dansa. Tímarnir eru alltaf kenndir af karlkyns dansara sem gefur þeim góða fyrirmynd.
Nemendur í grunnnámi og framhaldsbraut í Dansgarðinum fá þessa tíma í kaupbæti en einnig geta áhugasamir strákar skráð sig í tímana hér.
Kennsla hefst: 21.janúar
Fjöldi kennsluvikna: 12
Tímalengd kennslustundar: 60 mín
Verð: 42.900 kr.
Ballet fyrir fötluð börn
Dansverkstæði,
Hjarðarhaga 47
.png)
Dansgarðurinn - Dans fyrir alla býður upp á 6 vikna námskeið í ballet fyrir fötluð börn. Öll börn meðal annars í hjólastól velkomin.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í dansi á aldrinum 6 - 12 ára en við tökum einnig á móti eldri börnum sem vilja prufa.
Með dansi og hreyfingu könnum við möguleika hvers og eins og leggjum áherslu á að skapa öruggt rými sem leyfir okkur að uppgötva nýja hæfileika og treysta á hæfni okkar. Við leikum okkur með ballet hreyfingu og tónlist.
Þannig þróum við líkamstjáninguna, auðgum færni, eflum jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og rýmisgreind.
Við vinnum einnig með samskipti, tjáningu og samvinnu milli hvers og eins ásamt hópsins í heild.
Við þróum leiki og æfingar sem aðlagast hverjum og einum og vinnum í samvinnu við hvert barn að því að finna nýjar leiðir til að hreyfa sig og njóta hreyfingar.
Tímasetning: Mánudaga 16:15 - 17:15
Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47. Salur 1.
Gott aðgengi er á Dansverkstæðinu.
Kennari námskeiðs: Hrafnhildur Einarsdóttir
Aðstoðarkennari: Alona Perepelytsia
Möguleiki er á framhaldsnámskeiði ef þátttakendur óska eftir.
Kennsla hefst: 13.janúar
Fjöldi kennsluvikna: 6
Tímalengd kennslustundar: 60 mín
Verð: 20.000 kr.