top of page
KLS_LOGO_BLACK vef.png

Námskeið

Strákatímar

Eiðistorgi og Grensásvegi

Boðið er upp á tvö námskeið; Ballett fyrir stráka á Grensásvegi og Nútímadans/Breakdans fyrir stráka á Eiðistorgi.
 

Markmið með tímunum er að hvetja stráka áfram í dansi með því að gefa þeim stuðning frá öðrum strákum sem eru að dansa. Tímarnir eru alltaf kenndir af karlkyns dansara sem gefur þeim góða fyrirmynd.

Nemendur í grunnnámi og framhaldsbraut í Dansgarðinum fá þessa tíma í kaupbæti en einnig geta áhugasamir strákar skráð sig í tímana hér.

Kennsla hefst: 21.janúar

Fjöldi kennsluvikna: 12

Tímalengd kennslustundar: 60 mín

Verð: 42.900 kr.

Ballet fyrir fötluð börn

Dansverkstæði,

Hjarðarhaga 47

image (1).png

Dansgarðurinn - Dans fyrir alla býður upp á 6 vikna námskeið í ballet fyrir fötluð börn. Öll börn meðal annars í hjólastól velkomin.

Námskeiðið er ætlað byrjendum í dansi á aldrinum 6 - 12 ára en við tökum einnig á móti eldri börnum sem vilja prufa. 

Með dansi og hreyfingu könnum við möguleika hvers og eins og leggjum áherslu á að skapa öruggt rými sem leyfir okkur að uppgötva nýja hæfileika og treysta á hæfni okkar. Við leikum okkur með ballet hreyfingu og tónlist.

Þannig þróum við líkamstjáninguna, auðgum færni, eflum jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og rýmisgreind. 

Við vinnum einnig með samskipti, tjáningu og samvinnu milli hvers og eins ásamt hópsins í heild.

Við þróum leiki og æfingar sem aðlagast hverjum og einum og vinnum í samvinnu við hvert barn að því að finna nýjar leiðir til að hreyfa sig og njóta hreyfingar. 

Tímasetning: Mánudaga 16:15 - 17:15 

Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47. Salur 1. 

Gott aðgengi er á Dansverkstæðinu.

 

Kennari námskeiðs: Hrafnhildur Einarsdóttir

Aðstoðarkennari: Alona Perepelytsia

Möguleiki er á framhaldsnámskeiði ef þátttakendur óska eftir. 

Kennsla hefst: 13.janúar

Fjöldi kennsluvikna: 6

Tímalengd kennslustundar: 60 mín

Verð: 20.000 kr.

Hlutverk Dansgarðsins er að :

BJÓÐA UPP Á FAGLEGA OG FJÖLBREYTTA DANSKENNSLU, Í KLASSÍSKUM BALLET, NÚTÍMA- OG SAMTÍMADANSI OG SKAPANDI DANSI.

 

GERA DANSKENNSLU OG VIÐBURÐI AÐGENGILEGA FYRIR BÖRN OG UNGT FÓLK.

 

EFLA UMRÆÐU UM SVIÐSLISTIR Á MILLI UNGRA ÁHORFENDA OG LISTAMANNA.

 

SAMEINA OG STYÐJA LISTAMENN SEM ERU AÐ VINNA MEÐ DANS OG SVIÐSLISTIR FYRIR UNGT FÓLK OG ALLA ÁHORFENDUR.

 

VINNA MEÐ ÖÐRUM STOFNUNUM TIL AÐ SVARA BETUR SAMFÉLAGSÞÖRFUM Á SVIÐI DANS- OG SVIÐSLISTAR.

Klassíski listdansskólinn

Álfabakki 14a
109 Reykjavík

Grensásvegur 14,

108 Reykjavík

info@ballet.is 

Sími: 612-1221 


 

Óskandi

Eiðistorg
170 Seltjarnarnes.

oskandi@oskandi.is


 

  • Facebook
  • Instagram
  • Facebook
  • Instagram

Dans fyrir alla 

dansgardurinn@gmail.com


 

  • Facebook
  • Instagram
MRN_IS_2L_CMYK_2022.png

© 2023 by Train of Thoughts. Proudly created with Wix.com

bottom of page