
Vornámskeið
Vornámskeið á Eiðistorgi fyrir 3-9 ára
Frábær námskeið fyrir þá sem vilja lengja dansönnina og einnig kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja koma og prófa dans í Dansgarðinum.
Danstímarnir verða blanda af klassískum ballett og skapandi dansi. Áhersla er lögð á dansgleði, að styrkja líkamsvitund og að virkja sköpunargáfu til þess að uppgötva ný hreyfimynstur.
-
Vornámskeið fyrir 3 - 4 ára (2021- 2022)
-
Kennsla hefst 3. maí
-
Tímasetning: kennt er á laugardögum kl. 9:50 - 10:35
-
Tímalengd kennslustundar: 45 mín
-
Verð: 12.500 kr.
-
-
Vornámskeið fyrir 5 - 6 ára (2019-2020)
-
Kennsla hefst 3. maí
-
Tímasetning: kennt er á laugardögum kl. 10:40 - 11:40
-
Tímalengd kennslustundar: 60 mín
-
Verð: 12.500 kr.
-
-
Vornámskeið fyrir 7-8 ára (2017-2018)
-
Kennsla hefst 3. maí
-
Tímasetning: kennt er á laugardögum kl. 11:45 - 12:45
-
Tímalengd kennslustundar: 60 mín
-
Verð: 12.500 kr.
-
Athugið að það er möguleiki á að þessi tími verði í samstarfi við nemendur á landsbyggðinni og verði að hluta til með öðrum nemendur á Zoom
Kennsla fer fram á Eiðistorgi

Vornámskeið fyrir fötluð börn
í Dansverkstæðinu fyrir 6-12 ára
.png)
Dansgarðurinn - Dans fyrir alla býður upp á 4 vikna námskeið í ballet og skapandi dansi fyrir fötluð börn. Öll börn meðal annars í hjólastól velkomin.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í dansi á aldrinum 6 - 12 ára en við tökum einnig á móti eldri börnum sem vilja prufa.
Með dansi og hreyfingu könnum við möguleika hvers og eins og leggjum áherslu á að skapa öruggt rými sem leyfir okkur að uppgötva nýja hæfileika og treysta á hæfni okkar. Við leikum okkur með ballet hreyfingu og tónlist.
Þannig þróum við líkamstjáninguna, auðgum færni, eflum jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu og rýmisgreind.
Við vinnum einnig með samskipti, tjáningu og samvinnu milli hvers og eins ásamt hópsins í heild.
Við þróum leiki og æfingar sem aðlagast hverjum og einum og vinnum í samvinnu við hvert barn að því að finna nýjar leiðir til að hreyfa sig og njóta hreyfingar.
-
Vornámskeið fyrir fötluð börn
-
Kennsla hefst 3. maí
-
Tímasetning: kennt er á mánudögum kl. 16:15 - 17:15
-
Tímalengd kennslustundar: 60 mín
-
Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47. Salur 1.
-
Kennari námskeiðs: Alona Perepelytsia
-
Verð: 12.500 kr.
-